Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 10:25 Frá vinstri: Rúnar Ingi, Halldór Karlsson formaður, Einar Árni JBÓ / umfn.is Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum