Staðurinn var um tíma rekin í litlu rými við Bergstaðastræti 4 á móti skemmtistaðnum Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn var vel sóttur og fór svo að staðurinn flutti í stærra húsnæði við Geirsgötu 9 við höfnina.

Dragon Dim Sum byrjaði sem samvinnu popup haustið 2020 milli Matbars og Makake en er í dag rekin af Matbar. Staðurinn er dim sum bar undir áhrifum frá Suður-Kína og Taiwan, frá litlu dim sum stöðunum sem finnast þar. Dim sum þýðir smáréttir en bókstafleg þýðing væri „að snerta hjartað“, að því er segir á heimasíðu veitingastaðarins.

Síminn sem gefinn er upp á heimasíðu staðarins er óvirkur og á hvítum miða í Geirsgötu segir: „Vegna tæknilegra erfiðleika erum við lokað í dag. Biðjumst afsökunar á þessu.“ Sá miði hefur verið uppi í nokkurn tíma. Þá stendur á öðrum miða í glugga staðarins að húsnæðið sé laust til leigu.
Af umræðum á Facebook má ljóst vera að margir munu sjá á eftir staðnum sem hefur notið mikilla vinsælda. Hrafnkell Sigríðarson, einn af aðstandendum staðarins, segir að leitað sé allra leiða til að halda rekstri staðarins áfram í nýju húsnæði.
Vegna fjölda fyrirspurna og opinberrar umfjöllunar um tímabundna lokun Dragon Dim Sum
Við erum á fullu að vinna að því, dag og nótt, að opna aftur Dragon Dim Sum
Svo þið, kæru viðskiptavinir og velunnarar, getið skipt um áhyggjur
Það koma fréttir af nýjum Dragon Dim Sum á nýrri staðsetningu mjög fljótlega
Þökkum biðlundina
Eigendur og aðstandendur Dragon Dim Sum
Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá eigendum og aðstandendum Dim Sum.