„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:30 Argentínska landsliðið var með á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi árið 2023. Getty/Jose Breton Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova. Argentína Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova.
Argentína Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti