„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:30 Argentínska landsliðið var með á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi árið 2023. Getty/Jose Breton Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova. Argentína Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova.
Argentína Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira