Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 19:04 Styr hefur staðið um kaup Landsbankans á TM. Vísir/Vilhelm Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Í tilkynningu frá Landsbankanum sem send var fjölmiðlum nú í kvöld segir að samningur um kaupin hafi verið undirritaður í dag. Þegar Landsbankinn lagði tilboð sitt fram í mars hafi það verið með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, sem nú sé lokið, og þá liggi fyrir lögfræðiálit frá utanaðkomandi ráðgjöfum um að þáverandi bankaráð hefði haft heimild til að ákveða að gera tilboðið. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnanna. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Bankasýsla skipti út þáverandi bankaráði sem tók ákvörðun um að leggja fram tilboð á aðalfundi Landsbankans 19. apríl. Hún vildi að nýtt bankaráð leitaði leiða til þess að losna við TM. Þórdís Kolbrún var sögð sammála því. Efalaust skulbindandi tilboð og samningur Lögfræðiálitið um heimild fyrrverandi bankaráðs til þess að leggja tilboðið fram var unnið að beiðni Jóns Þ. Sigurgeirssonar sem tók við formennsku í ráðinu á aðalfundi í síðasta mánuði. Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómarar, unnu álitið. Niðurstaða þeirra er að tilboðið sem Landsbankinn lagði fram í TM 15. mars hafi verið skuldbindandi. Þegar Kvika banki samþykkti það tveimur dögum síðar hafi komist á kaupsamningur sem skuldbindi Landsbankann „án efa“. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að eitthvað hefði skort á heimild bankaráðsins eða það hafi mátt vita að ákvörðunina væri andstæð vilja stærsta hluthafa bankans þá réði það ekki úrslitum um hvort að tilboðið teldist skuldbinbandi fyrir Landsbankann. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Tryggingar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09 Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbankanum sem send var fjölmiðlum nú í kvöld segir að samningur um kaupin hafi verið undirritaður í dag. Þegar Landsbankinn lagði tilboð sitt fram í mars hafi það verið með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, sem nú sé lokið, og þá liggi fyrir lögfræðiálit frá utanaðkomandi ráðgjöfum um að þáverandi bankaráð hefði haft heimild til að ákveða að gera tilboðið. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnanna. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Bankasýsla skipti út þáverandi bankaráði sem tók ákvörðun um að leggja fram tilboð á aðalfundi Landsbankans 19. apríl. Hún vildi að nýtt bankaráð leitaði leiða til þess að losna við TM. Þórdís Kolbrún var sögð sammála því. Efalaust skulbindandi tilboð og samningur Lögfræðiálitið um heimild fyrrverandi bankaráðs til þess að leggja tilboðið fram var unnið að beiðni Jóns Þ. Sigurgeirssonar sem tók við formennsku í ráðinu á aðalfundi í síðasta mánuði. Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómarar, unnu álitið. Niðurstaða þeirra er að tilboðið sem Landsbankinn lagði fram í TM 15. mars hafi verið skuldbindandi. Þegar Kvika banki samþykkti það tveimur dögum síðar hafi komist á kaupsamningur sem skuldbindi Landsbankann „án efa“. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að eitthvað hefði skort á heimild bankaráðsins eða það hafi mátt vita að ákvörðunina væri andstæð vilja stærsta hluthafa bankans þá réði það ekki úrslitum um hvort að tilboðið teldist skuldbinbandi fyrir Landsbankann.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Tryggingar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09 Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24