Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2024 13:31 Bardagi Conor McGregor við Michael Chandler á að marka endurkomu hans í bardagabúrið. Vísir/Getty Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira