Mavericks dauðmóðir og Celtics taka tveggja leikja forystu Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 07:20 Luka Doncic var alveg sprunginn undir það síðasta. Maddie Meyer/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi tveggja leikja forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 105-98 sigri gegn Dallas Mavericks í nótt. Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti. NBA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti.
NBA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum