Hún var nefnilega í gær valin í Ólympíulið Brasilíu sem keppir í París í sumar.
Hin 29 ára gamla Alexandre var aðeins nokkurra mánaða gömul er hún fékk blóðtappa og missti í kjölfarið hægri handlegginn.
Hún var aðeins sjö ára gömul er hún byrjaði að æfa borðtennis og fljótt kom í ljós að íþróttin átti vel við hana.
Alexandre vann til tvennra bronsverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra árið 2016 í Ríó og fylgdi því eftir með silfri og bronsi á sama móti í Tókýó árið 2020.
Hún verður þriðja fatlaða borðtenniskonan sem tekur þátt á Ólympíuleikunum en áður hafa Natalya Partyka frá Póllandi og Melissa Tapper frá Ástralíu gert slíkt hið sama.