Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. júní 2024 20:02 Silja Rós er viðmælandi í Hvað er í töskunni? Aðsend „Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Real love er nýjasta lag Silju Rósar sem er tileinkað LA þar sem Silja Rós var búsett og hugsar hún hlýtt til Íslendingasamfélagsins þar. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Silja Rós - Real Love Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós sem er almennt mikil bakpokakona. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós.Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Taskan mín er yfirleitt full af öllu sem ég gæti mögulega þurft yfir daginn. Ég er oftast með meira en ég þarf í töskunni minni, til öryggis. Ég er alltaf með símann minn, airpods og reyni að muna eftir lyklunum mínum. Annars er ég yfirleitt með tölvuna mína, hleðslutæki, penna, dagbók, lagasmíða bók þar sem ég skrifa niður nýjar hugmyndir af lagatextum og hljómum, góða bók að lesa (þessa dagana er það Meditations eftir Marcus Aurelius), greiðu, hárteyju, ilmvatn, blue lagoon varasalva, snyrtitösku, spritt, sólgleraugu og ég reyni mitt allra besta að muna eftir lyklunum mínum og astmapústinu mínu. Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Já, það leynist yfirleitt einhver orkusteinn í töskunni minni. Oftast verður þessi amethyst fyrir valinu en ég hef átt hann í 25 ár og mér þykir mjög vænt um hann. Silja Rós er oftast með orkustein á sér.Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Það eina sem ég man alltaf eftir að taka með mér er síminn minn. Ég er mjög góð í að gleyma og týna hlutum. Og stundum týnast hlutirnir mínir í töskunni minni því það kemst svo mikið fyrir í henni. Silja Rós segist góð í að gleyma og týna hlutum.Gunnlöð Jóna Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Filson bakpokinn minn, hann er svo fallegur og þægilegur á sama tíma. Ég fékk hann í jólagjöf frá unnusta mínum fyrir nokkrum árum síðan og hef verið með hann á hverjum degi síðan. Það er ótrúlegt hvað það kemst mikið fyrir í þessari tösku og hún endist mjög vel. Mér finnst miklu þægilegra að vera með bakpoka heldur en stóra hliðartösku því þá leggst þunginn ekki bara á aðra öxlina. Silja Rós er alla jafna með bakpokann á sér.Aðsend Bakpokinn er líka hin fullkomna ferðataska því hún smellpassar undir flugvélasæti þegar hún er full. Mér finnst best að ferðast létt erlendis og þá gríp ég oftast bara þennan bakpoka með mér og lítið ferðaveski sem tengdamamma gaf mér. Þegar ég er með litla hliðartösku þá vel ég yfirleitt á milli Michael Kors töskunnar minnar eða hliðartösku frá Oliver Bonas sem ég skipti reglulega um ól á. Fékk þær báðar í gjöf frá mömmu. Michael Kors taskan er í miklu uppáhaldi hjá Silju Rós.Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég nota Filson töskuna mína á hverjum degi þannig ég tek reglulega til í henni svo hún verði ekki of þung. Ég neyðist líka oft til þess að taka til í henni þegar ég týni einhverju. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Áður en ég fékk bakpokann minn var ég týpan sem var alltaf með 3 - 4 töskur á mér, þannig hann hefur gert lífið mitt mun þægilegra. Það er hægt að troða svo miklu í hann að ég kemst yfirleitt upp með það að vera bara með bakpokann minn. Ef ég þarf á fleiri töskum að halda yfir daginn t.d. ræktartösku, sundtösku eða litlu veski þá get ég geymt þær í bakpokanum. Líkamlega finnst Silju bakpokinn betri kostur.Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Stór taska, ég á það til að þéttbóka mig yfir daginn og þá er gott að vera með allt sem ég gæti mögulega þurft með mér. En ef ég er að fara eitthvað út þá gríp ég lítið veski fyrir símann minn, lyklana (ef ég man eftir þeim), ilmvatn, greiðu og gloss. Hér má hlusta á Silju Rós á streymisveitunni Spotify. Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30 „Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30 Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30 „Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Real love er nýjasta lag Silju Rósar sem er tileinkað LA þar sem Silja Rós var búsett og hugsar hún hlýtt til Íslendingasamfélagsins þar. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Silja Rós - Real Love Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós sem er almennt mikil bakpokakona. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós.Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Taskan mín er yfirleitt full af öllu sem ég gæti mögulega þurft yfir daginn. Ég er oftast með meira en ég þarf í töskunni minni, til öryggis. Ég er alltaf með símann minn, airpods og reyni að muna eftir lyklunum mínum. Annars er ég yfirleitt með tölvuna mína, hleðslutæki, penna, dagbók, lagasmíða bók þar sem ég skrifa niður nýjar hugmyndir af lagatextum og hljómum, góða bók að lesa (þessa dagana er það Meditations eftir Marcus Aurelius), greiðu, hárteyju, ilmvatn, blue lagoon varasalva, snyrtitösku, spritt, sólgleraugu og ég reyni mitt allra besta að muna eftir lyklunum mínum og astmapústinu mínu. Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Já, það leynist yfirleitt einhver orkusteinn í töskunni minni. Oftast verður þessi amethyst fyrir valinu en ég hef átt hann í 25 ár og mér þykir mjög vænt um hann. Silja Rós er oftast með orkustein á sér.Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Það eina sem ég man alltaf eftir að taka með mér er síminn minn. Ég er mjög góð í að gleyma og týna hlutum. Og stundum týnast hlutirnir mínir í töskunni minni því það kemst svo mikið fyrir í henni. Silja Rós segist góð í að gleyma og týna hlutum.Gunnlöð Jóna Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Filson bakpokinn minn, hann er svo fallegur og þægilegur á sama tíma. Ég fékk hann í jólagjöf frá unnusta mínum fyrir nokkrum árum síðan og hef verið með hann á hverjum degi síðan. Það er ótrúlegt hvað það kemst mikið fyrir í þessari tösku og hún endist mjög vel. Mér finnst miklu þægilegra að vera með bakpoka heldur en stóra hliðartösku því þá leggst þunginn ekki bara á aðra öxlina. Silja Rós er alla jafna með bakpokann á sér.Aðsend Bakpokinn er líka hin fullkomna ferðataska því hún smellpassar undir flugvélasæti þegar hún er full. Mér finnst best að ferðast létt erlendis og þá gríp ég oftast bara þennan bakpoka með mér og lítið ferðaveski sem tengdamamma gaf mér. Þegar ég er með litla hliðartösku þá vel ég yfirleitt á milli Michael Kors töskunnar minnar eða hliðartösku frá Oliver Bonas sem ég skipti reglulega um ól á. Fékk þær báðar í gjöf frá mömmu. Michael Kors taskan er í miklu uppáhaldi hjá Silju Rós.Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég nota Filson töskuna mína á hverjum degi þannig ég tek reglulega til í henni svo hún verði ekki of þung. Ég neyðist líka oft til þess að taka til í henni þegar ég týni einhverju. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Áður en ég fékk bakpokann minn var ég týpan sem var alltaf með 3 - 4 töskur á mér, þannig hann hefur gert lífið mitt mun þægilegra. Það er hægt að troða svo miklu í hann að ég kemst yfirleitt upp með það að vera bara með bakpokann minn. Ef ég þarf á fleiri töskum að halda yfir daginn t.d. ræktartösku, sundtösku eða litlu veski þá get ég geymt þær í bakpokanum. Líkamlega finnst Silju bakpokinn betri kostur.Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Stór taska, ég á það til að þéttbóka mig yfir daginn og þá er gott að vera með allt sem ég gæti mögulega þurft með mér. En ef ég er að fara eitthvað út þá gríp ég lítið veski fyrir símann minn, lyklana (ef ég man eftir þeim), ilmvatn, greiðu og gloss. Hér má hlusta á Silju Rós á streymisveitunni Spotify.
Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30 „Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30 Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30 „Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30
„Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30
Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30
„Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30