Konan slasaðist í göngu upp á Valahnúk. Sigurbjörg hjá Landsbjörgu segir að ekkert sé vitað um ástand konunnar nema að hún sé slösuð á fæti. Vegna anna hjá Landhelgisgæslunni sé engin þyrla tiltæk eins og er, en erfitt sé að bera konuna niður á börum. Verið sé að meta ástandið.
Björgunarsveit kölluð út í Þórsmörk

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.