
Um sjö mínútna hlé var gert á leiknum en Varga virtist rotast við höggið og lá algjörlega óvígur eftir. Liðsfélagar hans voru snöggir að átta sig á því að ekki væri allt með felldu og kölluðu eftir aðstoð, þó enginn á jafn afgerandi hátt og Dominik Szoboszlai sem dreif sjúkrabörurnar inn á völlinn.
Huge respect to Dominik Szoboszlai, who sprinted over to the medical staff, grabbed their stretcher, and made them hurry to his teammate Barnabás Varga 👏 pic.twitter.com/5CDeRyoG6l
— LADbible (@ladbible) June 23, 2024
Á meðan að hlúð var að Varga á vellinum var tjald sett upp í kringum hann og myndavélunum beint frá atvikinu. Mátti sjá að áhorfendur voru slegnir og áhyggjufullir en ungverska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Varga sé með kominn á sjúkrahús í Stuttgart og líðan hans sé stöðug.
Varga Barnabás állapota stabil! A @Fradi_HU játékosa jelenleg már az egyik stuttgarti kórházban van! Állapotáról újabb hír esetén azonnal tájékoztatást adunk! #csakegyutt #magyarok #SCOHUN
— MLSZ (@MLSZhivatalos) June 23, 2024
Í samtali við BBC sagði Marco Rossi, þjálfari Ungverjalands, að Varga væri kinnbeinsbrotinn og þyrfti að fara í aðgerð.