Húsið var byggt árið 2001 en var mikið endurnýjuð árið 2021 og 2022, að því er segir á fasteignavef Vísis. Ekkert var til sparað við uppbyggingu eignarinnar þar sem eldhús og baðhergi var meðal annars endurnýjað. Samtals eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Í eldhúsi er svört innrétting sem nær upp í loft og hvítur Dekton steinn á borðum. Smart Melt ljós Tom Dixon hanga yfir eldhúseyjunni. Inni á baði er svo alvöru baðkar sem er stórt og rúmgott og minnir helst á heitan pott.
Heimilið er hlýlega innréttað þar sem hönnunarmunir eru í forgrunni. Thelma er reynslubolti í hótelrekstri en áður en hún hóf störf hjá Kea hótelum fyrr á þessu ári hafði hún stýrt hótelum hjá Íslandshótel um margra ára skeið.
Nánar um íbúðina á fasteignavef Vísis.





