Frakkar unnu leikinn á sjálfsmarki á 85. mínútu. Mjög svekkjandi tap fyrir Belga og enn eitt stórmótið runnið frá þeim.
Eftir leikinn var Kevin De Bruyne spurður um framtíð sína með belgíska landsliðinu.
„Það er of snemmt að svara því,“ sagði De Bruyne. ESPN segir frá.
„Leyfið mér að melta þetta tap. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil. Ég þarf að hvíla skrokkinn. Ég mun taka ákvörðun eftir sumarið,“ sagði De Bruyne.
De Bruyne lék sinn fyrsta landsleik árið 2010 og hefur spilað yfir hundrað landsleiki.
Landsliðsþjálfarinn Domenico Tedesco segir að hann sé enn mjög mikilvægur fyrir landsliðið og vill að hann haldi áfram.
„Hann veit hversu mikilvægur hann er. Hann þarf ekki að heyra mína skoðun því hann veit vel hver hún er. Það er bara erfitt að spyrja Kevin að þessu svona stuttu eftir leik,“ sagði Tedesco.
De Bruyne endaði blaðamannafundinn mjög pirraður en hann var þá spurður hvort að það sárt að gullkynslóð Belga hafi ekki unnið neitt.
Me:
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) July 1, 2024
“Kevin, does it hurt that golden generation didn’t achieve a final once again?”@KevinDeBruyne : “What is a golden generation?”
Me: “Yours”.
DeBruyne: “And you say that France, England, Spain, Germany have no golden generation?… stupid”.
Well.
They DID ACHIEVE A FINAL pic.twitter.com/7LghJSTNQe