Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 15:31 Kyle Walker, Jordan Pickford, Trent Alexander-Arnold og Ivan Toney fagna sigri enska liðsins í vítakeppninni í átta liða úrslitunum. Getty/Crystal Pix Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti