Innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga: „Þetta er þvílíkt mannvirki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júlí 2024 08:01 Rúnar Ingi Erlingsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur á næsta tímabili. Vísir/bjarni Njarðvíkingar bíða spenntir eftir því að taka nýtt íþróttahús í notkun en framkvæmdir eru á lokametrunum suður með sjó. Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum