Rekinn fyrir að biðja Messi um að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 13:31 Javier Milei er forseti Argentínu og hann kom Lionel Messi til varnar. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Rasistasöngur argentínska landsliðsmannsins Enzo Fernandes og liðsfélaga hans eftir sigur Argentínu í Suðurameríkukeppninni var fordæmdur víða um heim en aðstoðaráðherra íþróttamála í Argentínu kemur einna verst út úr málinu. Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024 Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024
Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31
Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45