Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöruvernd.
Ágúst hefur starfað síðustu átta ár sem sölu-og markaðsstjóri Kerfis fyrirtækjaþjónustu en er einnig einn reyndasti handboltaþjálfari landsins. Hann hefur meðal annars þjálfað í Noregi, Danmörku og Færeyjum en hefur síðustu ár þjálfað kvennalið Vals og verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna.
Vöruvernd sérhæfir sig í lausnum sem tengjast þjófavörnum í verslunum svo sem vöruverndarhliðum, þjófavörnum, merkingum og myndavélakerfum.
Ágúst mun hefja störf þann 1. ágúst næstkomandi og verður hluthafi í fyrirtækinu.