Alldjúp lægð færir með sér gula viðvörun Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2024 07:48 Það er spáð hvassviðri í Vestmannaeyjum á morgun. vísir/vilhelm Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun vegna hvassviðris. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í fyrramálið til fjögur á Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum syðst á svæðinu, einkum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Varað er við því að tjöld og lausamunir geti fokið. Gult ástand gildir á Suðausturlandi frá klukkan þrjú í nótt til tvö eftir hádegi og spáð fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu vestan Öræfa og má búast við snörpum vindhviðum. Varasamar aðstæður verða fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind á svæðum bæði á Suðurlandi og Suðausturlandi. Þessu er greint frá á vef Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni segir útlit fyrir austan hvassviðri og jafnvel storm með suðurströndinni frá því í nótt og fram yfir hádegi á morgun. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal megi reikna með snörpum hviðum sem geti náð þrjátíu til fjörutíu metrum á sekúndu og nái hámarki á milli klukkan sex og hádegis. Eins verði hviður í Öræfum við Sandfell og Hof um svipað leyti. Hlýjast á Vesturlandi Veðurstofan spáir rigningu á Suðaustur- og Austurlandi í dag, annars vætu með köflum, einkum síðdegis og þá talsverð rigning austast á landinu. Vindur gengur í austan og norðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu. Hiti átta til sextán stig, hlýjast á Vesturlandi. Dregur úr vætu í kvöld. Austan átta til fimmtán metrar á sekúndu og væta með köflum á morgun, en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða níu til átján stig, hlýjast vestantil. Leiðindaveður á mánudag Alldjúp lægð er að hringsóla fyrir sunnan land, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Henni fylgi austan og norðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu suðaustan- og austanlands. Síðdegis og í kvöld rigni einnig um tíma í öðrum landshlutum. Í kvöld dragi úr vætu en í nótt herði á vindi syðst á landinu. Fyrri part laugardags sé útlit fyrir austan hvassviðri á svæðinu frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þá segir veðurfræðingur að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem veðrið geti haft talsverð áhrif á tjaldferðalanga. Eftir hádegi dragi smám saman úr vindi á þessum slóðum. Í öðrum landshlutum verði vindur hægari og væta með köflum, en yfirleitt þurrt og milt vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Norðaustan og austan fimm til þrettán metrum á sekúndu með rigningu suðaustantil er spáð á sunnudag, en aðrir landshlutar sleppa þó ekki alveg við vætu. Á mánudagsmorgun er síðan spáð leiðindaveðri, hvassri norðaustanátt með rigningu um allt land. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast vel með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða 9 til 18 stig, hlýjast vestantil.Á sunnudag: Norðaustan og austan 5-13 og dálítil væta með köflum, þó síst vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Hvessir við suðausturströndina um kvöldið.Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðaustan 10-18, en hvassara suðaustantil fram eftir morgni. Víða rigning, talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum, en væta með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 8 til 16 stig, mildast sunnan heiða. Lægir sunnan- og austanlands seinnipartinn.Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið suðvestan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag: Norðlæg átt. Súld eða rigning og svalt í veðri norðantil, en þurrt og mildara syðra.Á fimmtudag: Norðlæg átt og skýjað en úrkomulítið. Veður Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Sjá meira
Gult ástand gildir á Suðausturlandi frá klukkan þrjú í nótt til tvö eftir hádegi og spáð fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu vestan Öræfa og má búast við snörpum vindhviðum. Varasamar aðstæður verða fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind á svæðum bæði á Suðurlandi og Suðausturlandi. Þessu er greint frá á vef Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni segir útlit fyrir austan hvassviðri og jafnvel storm með suðurströndinni frá því í nótt og fram yfir hádegi á morgun. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal megi reikna með snörpum hviðum sem geti náð þrjátíu til fjörutíu metrum á sekúndu og nái hámarki á milli klukkan sex og hádegis. Eins verði hviður í Öræfum við Sandfell og Hof um svipað leyti. Hlýjast á Vesturlandi Veðurstofan spáir rigningu á Suðaustur- og Austurlandi í dag, annars vætu með köflum, einkum síðdegis og þá talsverð rigning austast á landinu. Vindur gengur í austan og norðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu. Hiti átta til sextán stig, hlýjast á Vesturlandi. Dregur úr vætu í kvöld. Austan átta til fimmtán metrar á sekúndu og væta með köflum á morgun, en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða níu til átján stig, hlýjast vestantil. Leiðindaveður á mánudag Alldjúp lægð er að hringsóla fyrir sunnan land, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Henni fylgi austan og norðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu suðaustan- og austanlands. Síðdegis og í kvöld rigni einnig um tíma í öðrum landshlutum. Í kvöld dragi úr vætu en í nótt herði á vindi syðst á landinu. Fyrri part laugardags sé útlit fyrir austan hvassviðri á svæðinu frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þá segir veðurfræðingur að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem veðrið geti haft talsverð áhrif á tjaldferðalanga. Eftir hádegi dragi smám saman úr vindi á þessum slóðum. Í öðrum landshlutum verði vindur hægari og væta með köflum, en yfirleitt þurrt og milt vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Norðaustan og austan fimm til þrettán metrum á sekúndu með rigningu suðaustantil er spáð á sunnudag, en aðrir landshlutar sleppa þó ekki alveg við vætu. Á mánudagsmorgun er síðan spáð leiðindaveðri, hvassri norðaustanátt með rigningu um allt land. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast vel með veðurspám. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 8-15 og væta með köflum, en 13-20 m/s syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti víða 9 til 18 stig, hlýjast vestantil.Á sunnudag: Norðaustan og austan 5-13 og dálítil væta með köflum, þó síst vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Hvessir við suðausturströndina um kvöldið.Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðaustan 10-18, en hvassara suðaustantil fram eftir morgni. Víða rigning, talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum, en væta með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 8 til 16 stig, mildast sunnan heiða. Lægir sunnan- og austanlands seinnipartinn.Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið suðvestan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag: Norðlæg átt. Súld eða rigning og svalt í veðri norðantil, en þurrt og mildara syðra.Á fimmtudag: Norðlæg átt og skýjað en úrkomulítið.
Veður Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Sjá meira