Verslunarmannahelgin hefur farið rólega af stað víðast hvar. Henni er fagnað hátíðlega víða um land. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn í Vestmannaeyjum, þar sem einhver tjöld hafa fokið.
Fjöldi fólks kom saman í miðborg Reykjavíkur og víðar um heim í dag til að minnast þeirra þúsunda barna sem hafa dáið á Gasa undanfarna mánuði.
Í kvöldfréttunum kíkjum við á nýja tónlistarhátíð, sem fer fram í miðborg Reykjavíkur í fyrsta sinn um helgina.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.