Á morgun er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt, skýjuðu með köflum norðan- og austanlands og yfirleitt þurru. Gert er ráð fyrir dálítilli rigningu austast á landinu fram eftir degi. Kólna á heldur í veðri.
Spáð er björtu að mestu á Suður- og Suðvesturlandi og hita að átján stigum en líkum á stöku síðdegisskúrum.
Útlit er fyrir fremur svala norðvestlæga átt með lítilsháttar vætu víða um land á fimmtudag.