Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:25 Rauðu örvarnar, Red Arrows, á æfingu fyrr á árinu í tilefni 60 ára afmælis flugsveitarinnar. Royal Air Force Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira