Víkingar tilkynntu á miðjum sínum að það sé uppselt í leikinn en Víkingar mega bara selja miða í númeruð sætið.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Þetta verður fjórði heimaleikur Víkingsliðsins í Evrópu í sumar en liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.
Víkingur tapaði fyrir Egnatia en gerði jafntefli við Flora Tallin og Shamrock Rovers.
Liðið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst í Sambandsdeildina. Það eru því miklir fjármunir í húfi fyrir Víkinga.