Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir að alvarleg bílvelta hafi orðið á Reykjanesbraut þegar lögregla veitti ökumanni eftirför síðdegis. Bílnum var ekið í átt að Reykjanesbæ en hann valt yfir vegrið og hafnaði í kanti við gagnstæðan vegarhelming.
Ökumaðurinn var einn í litlum fólksbíl sem fór margar veltur, að sögn Herberts Eyjólfssonar, varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja. Maðurinn gekk sjálfur úr bílnum en hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar. Tilkynning um slysið barst brunavörnum Reykjanesbæjar klukkan 17:19
Slysið átti sér stað á Vogastapa þegar bíllinn var kominn fram hjá afleggjaranum að Grindavík. Bíllinn er gerónýtur, að sögn Herberts.
Fréttin hefur verið uppfærð.