„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Vinkonurnar Brynja Gísladóttir og Elsa Lyng Magnúsdóttir. vísir/samsett Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira