Eru þrír milljarðar nóg fyrir Orra? Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 23:11 Orri Steinn Óskarsson mættur til Skotlands þar sem FCK mætir Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu, á 20 ára afmælisdegi Orra á morgun, fimmtudag. Getty/Craig Foy Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er afar eftirsóttur og virðist spænska félagið Real Sociedad tilbúið að leggja mest undir til að tryggja sér þennan unga Íslending. Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Orri verður tvítugur á morgun og hver veit nema að hann fagni afmæli sínu með því að verða seldur frá FC Kaupmannahöfn sem einn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar? FCK staðfesti á heimasíðu sinni í dag, eftir fréttir í dönskum og spænskum fjölmiðlum, að félagið hefði vissulega fengið tilboð frá spænsku félagi en að ekki væri öruggt að því yrði tekið. Tipsbladet fullyrðir að Real Sociedad hafi gert tilboð sem hljóði upp á um það bil 20 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Miðillinn segir hins vegar jafnframt að sennilega verði því tilboði, líkt og fyrri tilboðum, hafnað. FCK telur að Orri, sem vakið hefur athygli sjálfra Englandsmeistara Manchester City, sé enn meira virði og hefur ekki áhuga á að selja hann. Forráðamenn danska félagsins hafa þó rætt við forráðamenn Sociedad en hlutirnir þurfa að gerast hratt því félagaskiptaglugginn á Spáni lokast á föstudagskvöld. Á meðal annarra félaga sem munu hafa lagt fram tilboð í Orra eru Porto og Girona, spútniklið síðasta tímabils á Spáni. Girona spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur, og Porto og Real Sociedad spila bæði í Evrópudeildinni. Orri er mættur til Skotlands vegna leiks FCK við Kilmarnock í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hann er samningsbundinn FCK til ársins 2028.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira