Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 21:02 Erla Björnsdóttir segir það skipta máli hvenær hreyfing fer fram upp á svefn að gera, þó það skipti líka máli um hverskonar hreyfingu sé að ræða. Vísir/Vilhelm Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“ Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“
Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira