Voru einni stórri tá frá því að vinna meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2024 10:31 Mahomes og Xavier Worthy fagna eftir leik. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt er meistarar Kansas City Chiefs tóku á móti Baltimore Ravens. Meistararnir höfðu betur, 27-20, í hörkuleik. Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað. NFL Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sjá meira
Leikurinn var stórskemmtilegur. Chiefs leiddi lengstum en Hrafnarnir aldrei langt undan og þeir voru ótrúlega nærri því að jafna í lok leiksins. Um leið og leiktíminn rann út þá greip Isaiah Likely boltann í endamarkinu og minnkaði muninn í eitt stig. Ravens gat þá jafnað með auðveldu aukastigi, og sett leikinn í framlengingu, eða reynt við tvö stig til að vinna leikinn. Þeir ætluðu sér að reyna að við tvö stig og vinna leikinn. Allt eða ekkert. The Ravens were THIS CLOSE to scoring the game-tying touchdown 👀#Kickoff2024 pic.twitter.com/08KjTVFHQZ— NFL (@NFL) September 6, 2024 Á sama tíma voru dómararnir að skoða snertimark Likely. Við nánari skoðun kom í ljós að stóra táin á honum var utan vallar. Því var snertimarkið dæmt af og Chiefs vann. Þetta er svo sannarlega íþrótt millimetranna. Likely var svekktur eftir leik eins og sjá má. 🚨NEWS: #Ravens TE Isaiah Likely yelled “F*CK YOU B*TCH” to a #Chiefs fan while walking off the field after losing tonight(via @landonian87) pic.twitter.com/PC8QKknlht— MLFootball (@_MLFootball) September 6, 2024 Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, var frábær eins og alltaf. Stjarna leiksins var þó nýliðaútherji Chiefs, Xavier Worthy, sem skoraði tvö snertimörk í leiknum. Lamar Jackson, leikstjórnandi Ravens, var frábær. Kastaði fyrir 273 jördum og hljóp eina 122 jarda þess utan. Það dugði þó ekki til. Nýi hlaupari liðsins, Derrick Henry, fór rólega af stað þó svo hann hefði skorað í fyrstu sókn liðsins. Hann endaði með 46 hlaupajarda. Deildin heldur áfram í kvöld er Philadelphia Eagles og Green Bay Packers mætast í Sao Paulo í Brasilíu. Á sunnudag verður Stöð 2 Sport svo með tvo leiki í beinni sem og að hægt verður að horfa á NFL Redzone þar sem allir leikir eru í beinni á sama stað.
NFL Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti