Leikið var í Rúmeníu og unnu heimamenn sannfærandi níu marka sigur, lokatölur 37-28. Haukur var markahæstur í sigurliðinu með skoraði sex mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Enginn samherja hans kom að jafn mörgum mörkum.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Fredericia og þá skoraði Einar Þorsteinn Ólafsson eitt mark en Arnór Viðarsson komst ekki á blað.
Í Ungverjalandi hafði Janus Daði Smárason betur gegn sínu gamla félagi þegar Pick Szeged vann tveggja marka sigur á Magdeburg, lokatölur 31-29. Janus Daði skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.
Ómar Ingi skoraði fimm mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk og gaf jafn margar stoðsendingar.
Final results are in! Who came out on top? 🏆🔥
— EHF Champions League (@ehfcl) September 12, 2024
𝗙𝗨𝗟𝗟-𝗧𝗜𝗠𝗘
🇭🇺 OTP Bank - PICK Szeged 31:29 SC Magdeburg 🇩🇪
🇷🇴 Dinamo Bucuresti 37:28 Fredericia Håndbold Klub 🇩🇰#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/o6lYEqE60S
Þetta var fyrsti leikur liðanna fjögurra í Meistaradeildinni á leiktíðinni.
Í Þýskalandi vann Íslendingalið Melsungen öruggan átta marka sigur á Potsdam, lokatölur 31-23. Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen.
Með sigrinum sitjast Arnar Freyr og Elvar Örn tímabundið á topp deildarinnar þar sem Melsungen hefur leikið leik meira en flest önnur lið deildairnnar.
Þá skoraði Ýmir Örn Gíslason tvö mörk þegar Göppingen tapaði fyrir Kiel með níu mörkum, lokatölur 33-24 Kiel í vil. Ýmir Örn og félagar eru með eitt stig eftir tvo leiki.