„Flutningurinn er hluti af stærri og spennandi breytingum í austurenda Smáralindar þar sem á næstu vikum hefjast þar framkvæmdir við nýtt og glæsilegt veitinga- og afþreyingarsvæði sem kynnt verður innan tíðar,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að til standi að fjölga Friday‘s stöðunum á Íslandi. Eigendurnir tóku fyrr á árinu yfir rekstur Grillhússins og hafa þegar breytt Grillhúsinu við Laugaveg í Friday‘s og ætla að breyta Grillhúsinu við Sprengisand sömuleiðis snemma á næsta ári.

TGI Friday´s staðir eru vel yfir 900 um heim allan og hafa verið með vinsælli veitingastöðum síðan sá fyrsti var opnaður 1965.