Schmeichel gekk til liðs við Celtic í sumar frá belgíska félaginu Anderlecht.
Celtic hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu og það sem er sögulegt er að Schmeichel er ekki enn búinn að fá á sig mark.
Markatala Celtic liðsins er 14-0. Aberdeen er reyndar líka með fimmtán stig af fimmtán mögulegum en markatala Aberdeen er 10-3.
Með því að halda marki sínu hreinu í fyrstu fimm leikjunum þá hefur Schmeichel jafnaði 118 ára gamalt met.
Þetta hefur ekki gerst í skosku deildinni síðan tímabilið 1906/07 þegar Celtic hélt líka hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum.
Hinn 37 ára gamli Schmeichel hefur það auðvitað á ferilsskránni að hafa orðið Englandsmeistari með Leicester City árið 2016. Hann hefur spilað í Frakklandi (Nice 2022-23) og Belgíu (Anderlecht 2023-24) síðan hann fór frá Leicester sumarið 2022.
If Kasper Schmeichel keeps a clean sheet against Hearts today, Celtic could equal a 118-year record 👏#BBCFootball pic.twitter.com/Sbb23IVbY2
— BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) September 14, 2024