Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa 2. október 2024 13:51 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún segir ágætan skrið í viðræðunum við SFV. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28