Það kemur þó ekki fram hversu langur samningurinn er en samkvæmt upplýsingum Fabrizio Romano þá er hann fram yfir heimsmeistarakeppnina 2026.
Tuchel tekur við af Gareth Southgate en Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu á meðan sambandið leitaði að nýjum þjálfara.
Það kemur aftur á móti fram í frétt enska sambandsins að Tuchel skrifaði undir samninginn fyrir átta dögum eða 8. október.
Það var fyrir leiki enska landsliðsins á móti Grikklandi og Finnlandi en sambandið ákvað að bíða með að gefa þetta út þar til í dag.
Erlendir fréttamiðlar voru þó flestir búnir að fá það staðfest í gær að Tuchel tæki við.
Anthony Barry verður aðstoðarmaður hans. Þeir unnu saman bæði hjá Chelsea og Bayern.
We’re delighted to announce that UEFA Champions League winner Thomas Tuchel is the new England senior men’s head coach and will be assisted by internationally renowned English coach Anthony Barry.
— The FA (@FA) October 16, 2024