Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2024 15:02 Hafþór Einarsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir. Stjr Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira