Hún hljóp alls 333 kílómetra og í meira en tvo sólarhringa þrátt fyrir að liðþófinn væri að angra hana.
Mari píndi sig áfram og komst lengra en flestir bjuggust við sem vissu af hnémeiðslum hennar.
Hún þakkaði öllum fyrir allar kveðjurnar í spistli á samfélagsmiðlum. Mari segist þar vera í hreinskilni sagt mjög ánægð með afrakstur sinn í keppninni.
„Ég bjóst alls ekki við að ná svona langt með mín meiðsl,“ skrifaði Mari.
„Auðvitað vildi ég meira og ég mun koma til baka og hlakka mikið til þess! Það sem stendur upp úr er að allan þennan tíma, sem ég hljóp, þá langaði mig til þess. Ég hugsaði ekki í eina sekúndu um það að mig langaði ekki vera þarna, þrátt fyrir að ég væri að drepast,“ skrifaði Mari.
Hún segir mikinn heiður að fá að vera með en að hún hefði hundrað prósent vilja gera betur.
„Við vorum svo heppinn með veður og alla umgjörð. Takk elsku Elísabet Margeirs fyrir allt sem þú hefur brasað í kringum þetta. Þetta er sturlað. Ég er í skýjunum og langar svo mikið meira,“ skrifaði Mari.
Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.