„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. nóvember 2024 18:45 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, segir ekkert til í því sem fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar um skipan Jóns Gunnarssonar í matvælaráðuneytinu. Allt sem þar komi fram sé hugarburður og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. Umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum af samtali Gunnars Bergmanns Jónssonar, sonar Jóns Gunnarssonar, við falskan svissneskan fjárfesti birtist í gær. Þar kom fram að Bjarni hafi lofað Jóni stöðu í matvælaráðuneytinu til að hann gæti hlutast til um ákvörðun varðandi veitingu hvalveiðileyfis í skiptum fyrir að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Fréttastofa ræddi við Bjarna um umfjöllun Heimildarinnar, meint samkomulag hans við Jón Gunnarsson og aðkomu Jóns að veitinu hvalveiðileyfis. Er eitthvað til í þessu? „Nei, það er ekkert til í því. Við munum að sjálfsögðu alltaf þurfa að fylgja lögum og reglum þegar við erum að afgreiða svona umsóknir. Hins vegar er það opinbert að Jón er aðstoðarmaður minn í ráðuneytinu og það þarf enginn að velta fyrir sér því hvort ég hafi beðið hann um að gera það, vegna þess að það bað ég hann um að gera,“ segir Bjarni. Góð ráðstöfun að setja Jón í ráðuneytið Voru einhver skipti gerð þegar hann ákvað að taka fimmta sæti á lista gegn því að hann fengi þessa stöðu? „Nei, það var ekkert um það rætt. En ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt. Ég hvatti hann til að taka boði kjörnefndarinnar um að taka fimmta sætið, sagði við hann að hann ætti að gera það, hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi sagði ég að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma í að koma með mér í matvælaráðuneytið sem er stórt ráðuneyti. Ég sé það strax á þessum dögum síðan að það var góð ráðstöfun fyrir mig. Það auðveldar mér að sinna mínum skyldum í ráðuneytinu.“ Jón muni ekki vinna að málinu Er það ekki óheppilegt, vegna þess að hann er kunningi Kristjáns Loftssonar og hefur lýst sig hlynntan hvalveiðum? „Hann getur auðvitað haft sína pólitísku skoðun en þannig háttar nú til að ég hef ákveðið að hann sé ekki að vinna að málum sem tengjast afgreiðslu á þessari umsókn í ráðuneytinu. Það eru lög og reglur sem fjalla um það hvernig á að fara með slíka umsókn. Hún er í umsagnarferli sem er lögboðið og síðan í framhaldinu tek ég næstu skref, ráðfæri mig við sérfræðinga í ráðuneytinu og skoða sögu málsins. Það hafa jú verið gefin út hvalveiðileyfi á þessu kjörtímabili í tvígang, ekki satt? Við skulum bara sjá hvernig því vindur fram og hvernig tíminn vinnst til þess að bregðast við þessari umsókn.“ Hvernig kemur hann þá að þessari ákvörðun? „Í fyrsta lagi hafa aðstoðarmenn engin völd til þess að taka ákvarðanir sem binda stjórnvöld. Hafa ekkert umboð eða stöðu til þess að leiða mál til lykta. Það er allt saman á endanum á mína ábyrgð. Eins og ég var að segja hef ég greint Jóni frá því að hann muni ekki vera mér til liðsinnis vegna þessarar umsóknar.“ Óljóst hvenær ákvörðunin var tekin Ákvaðstu að hann kæmi ekki nálægt þessu máli eftir að þetta mál kom upp? „Nei, það var áður en þetta mál kom upp sem ég sá að það gæti eitthvað orkað tvímælis og enginn ágreiningur um það milli mín og Jóns Gunnarssonar að það færi ágætlega á því að hann væri ekki sérstaklega að taka saman gögn og upplýsingar eða leitast eftir því að einhver undirbúningsvinna væri unnin í ráðuneytinu. Hvenær var það sem þú tókst ákvörðun? „Ætli það hafi ekki verið í síðustu viku einhvern tímann, jafnvel í vikunni áður. Ég hef rætt þetta stuttlega við ráðuneytisstjórann og það hefur í sjálfu sér ekkert með það að gera að Jón geti leitt málið inn á einhverja braut. Það vill þannig til að ég tel ágætt að þetta mál fari sinn lögboðna farveg, ég þurfi ekki á liðsinni Jóns að halda við afgreiðslu málsins og hann er í öðrum málum.“ „Hann er frekar að gera mér greiða“ Var ekki óheppilegt að þú værir að ræða við hann um sæti á lista á sama tíma og þú býður honum þessa stöðu? „Jón Gunnarsson er þingmaður á Alþingi, hann er bara í góðri stöðu og hann er sömuleiðis í framboði fyrir þessar kosningar. Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Það er enginn greiði gerður Jóni Gunnarssyni, sem er fyrrverandi ráðherra og fullgildur þingmaður, að biðja hann um að koma og vera mér til aðstoðar án allra valdheimilda í matvælaráðuneytinu. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Hvaða önnur hlutverk er hann að fara í núna? „Engin önnur hlutverk, bara að sinna hefðbundnum aðstoðarmannastörfum.“ Beri merki þess að menn vilji hafa áhrif á kosningar Telur þú mikilvægt að þetta mál verði rannsakað frekar? „Það verður auðvitað að vera mat þess sem á í hlut. Ég hef lesið um að það standi til að kæra þessar hleranir og þessar njósnir um þann sem á í hlut, son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það mjög alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólögmætum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til þess að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvarlegum augum þegar menn dreifa því markvisst til fjölmiðla til þess að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi. Það er mikill óþefur af því vegna þess að við höfum séð svona vinnubrögð í öðrum löndum. Við sáum síðast í Moldóvu margar ásakanir koma fram um þetta og töluverða umræðu í Evrópu um fjölþátta ógnir sem birtast á samfélagsmiðlum, í netárásum og í ólögmætum aðferðum til þess að koma einhverju efni á framfæri. Kannski er þetta til þess að vekja okkur Íslendinga í kjölfar þess að við höfum verið að upplifa meðal annars netárásir. Hér sjáum við dæmi um það að menn beita ólöglegum aðferðum væntanlega í þágu einhvers málstaðar sem menn vilja berjast fyrir og koma á framfæri og vilja að sé tekinn með í reikninginn þegar menn eru að gera upp hug sinn í kosningum sem eru núna eftir innan við þrjár vikur. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál, það er ekki hægt að horfa á það öðrum augum og maður er sleginn yfir því.“ Hefur metið hæfi sitt Það kemur fram í þessari umfjöllun að þú hafir vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. og hafir þar af leiðandi mögulega ætlað að segja þig frá málinu. Er eitthvað til í því? „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni.“ Þannig þú munt taka ákvörðunina um hvort hvalveiðar verði leyfðar hér eður ei? „Ef málið vinnst með þeim hraða í stjórnkerfinu að það er raunhæft að afgreiða það. Ég hef skyldum að gegna sem ráðherra, það hvílir skylda á ráðuneytinu að bregðast við. Við erum með annað mál sem er á mínu skrifborði uppi í ráðuneyti, fyrirspurn umboðsmanns Alþingis um það hvernig haldið var á málinu síðast. Hún kallast á við aðra athugun umboðsmanns. Það skiptir nefnilega máli hvernig stjórnsýslan er í ráðuneytinu þegar fjallað er um leyfisbeiðnir eins og þessa umsókn. Verður ákvörðun tekin fyrir kosningar? „Ég get ekki talað neitt um það og þarf bara að láta málið fara sína leið.“ Eigi enga stoð í raunveruleikanum Ræddir þú við utanríkisráðherra um að mögulega taka ákvörðun í þessu máli? „Ég hef sagt við ráðherrana að ég myndi gæta að mínu hæfi í málinu, það hef ég gert og ég er hæfur til þess að fylgja málinu eftir.“ Hvers vegna hafði sonur Jóns Gunnarssonar allar þessar upplýsingar? „Nú hef ég ekki séð þessa upptökur eins og þú kannski eða aðrir hafa gert. Uppistaðan að því sem ég hef lesið í fjölmiðlum eru vangaveltur um einhverjar ástæður, um einhverja greiðasemi, um að koma Jóni í einhverja stöðu til þess að hafa áhrif á framgang tiltekinna mála. Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því algjörlega að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Stjórnsýsla Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum af samtali Gunnars Bergmanns Jónssonar, sonar Jóns Gunnarssonar, við falskan svissneskan fjárfesti birtist í gær. Þar kom fram að Bjarni hafi lofað Jóni stöðu í matvælaráðuneytinu til að hann gæti hlutast til um ákvörðun varðandi veitingu hvalveiðileyfis í skiptum fyrir að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Fréttastofa ræddi við Bjarna um umfjöllun Heimildarinnar, meint samkomulag hans við Jón Gunnarsson og aðkomu Jóns að veitinu hvalveiðileyfis. Er eitthvað til í þessu? „Nei, það er ekkert til í því. Við munum að sjálfsögðu alltaf þurfa að fylgja lögum og reglum þegar við erum að afgreiða svona umsóknir. Hins vegar er það opinbert að Jón er aðstoðarmaður minn í ráðuneytinu og það þarf enginn að velta fyrir sér því hvort ég hafi beðið hann um að gera það, vegna þess að það bað ég hann um að gera,“ segir Bjarni. Góð ráðstöfun að setja Jón í ráðuneytið Voru einhver skipti gerð þegar hann ákvað að taka fimmta sæti á lista gegn því að hann fengi þessa stöðu? „Nei, það var ekkert um það rætt. En ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt. Ég hvatti hann til að taka boði kjörnefndarinnar um að taka fimmta sætið, sagði við hann að hann ætti að gera það, hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi sagði ég að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma í að koma með mér í matvælaráðuneytið sem er stórt ráðuneyti. Ég sé það strax á þessum dögum síðan að það var góð ráðstöfun fyrir mig. Það auðveldar mér að sinna mínum skyldum í ráðuneytinu.“ Jón muni ekki vinna að málinu Er það ekki óheppilegt, vegna þess að hann er kunningi Kristjáns Loftssonar og hefur lýst sig hlynntan hvalveiðum? „Hann getur auðvitað haft sína pólitísku skoðun en þannig háttar nú til að ég hef ákveðið að hann sé ekki að vinna að málum sem tengjast afgreiðslu á þessari umsókn í ráðuneytinu. Það eru lög og reglur sem fjalla um það hvernig á að fara með slíka umsókn. Hún er í umsagnarferli sem er lögboðið og síðan í framhaldinu tek ég næstu skref, ráðfæri mig við sérfræðinga í ráðuneytinu og skoða sögu málsins. Það hafa jú verið gefin út hvalveiðileyfi á þessu kjörtímabili í tvígang, ekki satt? Við skulum bara sjá hvernig því vindur fram og hvernig tíminn vinnst til þess að bregðast við þessari umsókn.“ Hvernig kemur hann þá að þessari ákvörðun? „Í fyrsta lagi hafa aðstoðarmenn engin völd til þess að taka ákvarðanir sem binda stjórnvöld. Hafa ekkert umboð eða stöðu til þess að leiða mál til lykta. Það er allt saman á endanum á mína ábyrgð. Eins og ég var að segja hef ég greint Jóni frá því að hann muni ekki vera mér til liðsinnis vegna þessarar umsóknar.“ Óljóst hvenær ákvörðunin var tekin Ákvaðstu að hann kæmi ekki nálægt þessu máli eftir að þetta mál kom upp? „Nei, það var áður en þetta mál kom upp sem ég sá að það gæti eitthvað orkað tvímælis og enginn ágreiningur um það milli mín og Jóns Gunnarssonar að það færi ágætlega á því að hann væri ekki sérstaklega að taka saman gögn og upplýsingar eða leitast eftir því að einhver undirbúningsvinna væri unnin í ráðuneytinu. Hvenær var það sem þú tókst ákvörðun? „Ætli það hafi ekki verið í síðustu viku einhvern tímann, jafnvel í vikunni áður. Ég hef rætt þetta stuttlega við ráðuneytisstjórann og það hefur í sjálfu sér ekkert með það að gera að Jón geti leitt málið inn á einhverja braut. Það vill þannig til að ég tel ágætt að þetta mál fari sinn lögboðna farveg, ég þurfi ekki á liðsinni Jóns að halda við afgreiðslu málsins og hann er í öðrum málum.“ „Hann er frekar að gera mér greiða“ Var ekki óheppilegt að þú værir að ræða við hann um sæti á lista á sama tíma og þú býður honum þessa stöðu? „Jón Gunnarsson er þingmaður á Alþingi, hann er bara í góðri stöðu og hann er sömuleiðis í framboði fyrir þessar kosningar. Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Það er enginn greiði gerður Jóni Gunnarssyni, sem er fyrrverandi ráðherra og fullgildur þingmaður, að biðja hann um að koma og vera mér til aðstoðar án allra valdheimilda í matvælaráðuneytinu. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Hvaða önnur hlutverk er hann að fara í núna? „Engin önnur hlutverk, bara að sinna hefðbundnum aðstoðarmannastörfum.“ Beri merki þess að menn vilji hafa áhrif á kosningar Telur þú mikilvægt að þetta mál verði rannsakað frekar? „Það verður auðvitað að vera mat þess sem á í hlut. Ég hef lesið um að það standi til að kæra þessar hleranir og þessar njósnir um þann sem á í hlut, son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það mjög alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólögmætum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til þess að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvarlegum augum þegar menn dreifa því markvisst til fjölmiðla til þess að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi. Það er mikill óþefur af því vegna þess að við höfum séð svona vinnubrögð í öðrum löndum. Við sáum síðast í Moldóvu margar ásakanir koma fram um þetta og töluverða umræðu í Evrópu um fjölþátta ógnir sem birtast á samfélagsmiðlum, í netárásum og í ólögmætum aðferðum til þess að koma einhverju efni á framfæri. Kannski er þetta til þess að vekja okkur Íslendinga í kjölfar þess að við höfum verið að upplifa meðal annars netárásir. Hér sjáum við dæmi um það að menn beita ólöglegum aðferðum væntanlega í þágu einhvers málstaðar sem menn vilja berjast fyrir og koma á framfæri og vilja að sé tekinn með í reikninginn þegar menn eru að gera upp hug sinn í kosningum sem eru núna eftir innan við þrjár vikur. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál, það er ekki hægt að horfa á það öðrum augum og maður er sleginn yfir því.“ Hefur metið hæfi sitt Það kemur fram í þessari umfjöllun að þú hafir vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. og hafir þar af leiðandi mögulega ætlað að segja þig frá málinu. Er eitthvað til í því? „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni.“ Þannig þú munt taka ákvörðunina um hvort hvalveiðar verði leyfðar hér eður ei? „Ef málið vinnst með þeim hraða í stjórnkerfinu að það er raunhæft að afgreiða það. Ég hef skyldum að gegna sem ráðherra, það hvílir skylda á ráðuneytinu að bregðast við. Við erum með annað mál sem er á mínu skrifborði uppi í ráðuneyti, fyrirspurn umboðsmanns Alþingis um það hvernig haldið var á málinu síðast. Hún kallast á við aðra athugun umboðsmanns. Það skiptir nefnilega máli hvernig stjórnsýslan er í ráðuneytinu þegar fjallað er um leyfisbeiðnir eins og þessa umsókn. Verður ákvörðun tekin fyrir kosningar? „Ég get ekki talað neitt um það og þarf bara að láta málið fara sína leið.“ Eigi enga stoð í raunveruleikanum Ræddir þú við utanríkisráðherra um að mögulega taka ákvörðun í þessu máli? „Ég hef sagt við ráðherrana að ég myndi gæta að mínu hæfi í málinu, það hef ég gert og ég er hæfur til þess að fylgja málinu eftir.“ Hvers vegna hafði sonur Jóns Gunnarssonar allar þessar upplýsingar? „Nú hef ég ekki séð þessa upptökur eins og þú kannski eða aðrir hafa gert. Uppistaðan að því sem ég hef lesið í fjölmiðlum eru vangaveltur um einhverjar ástæður, um einhverja greiðasemi, um að koma Jóni í einhverja stöðu til þess að hafa áhrif á framgang tiltekinna mála. Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því algjörlega að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Stjórnsýsla Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira