„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 13:33 Guðrún kynnti stefnu dómsmálaráðuneytisins í landamæramálum á blaðamannafundi í gær. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira