ESPN greinir frá því að Martino hafi hætt hjá Inter Miami af persónulegum ástæðum. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Martino tók við Inter Miami í júní 2023. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2023 og stuðningsmannaskjöldinn 2024. Inter Miami setti stigamet í deildarkeppni MLS á þessu tímabili en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Messi gekk í raðir Inter Miami í fyrra. Hann spilaði þar í þriðja sinn undir stjórn Martinos. Hann þjálfaði hann áður hjá Barcelona og argentínska landsliðinu.
Martino stýrði Atlanta United til sigurs í MLS 2018. Hann hefur komið víða við á þjálfaraferlinum og meðal annars stýrt landsliðum Paragvæ, Argentínu og Mexíkós.