Þetta kom fram í spjalli Þóru Margrétar og Sindra Sindrasonar í kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis í kvöld. „Ég finn fyrir því og krakkarnir finna fyrir því og allir í fjölskyldunni finna fyrir því. Það er þessi fjarvera sem er einna erfiðust,“ sagði Þóra Margrét.
Þar var líka rætt um blómaáhuga Bjarna og tíðar heimsóknir hans í gróðurhúsið á heimilinu sem keypt var í heimsfaraldrinum.
„Bjarni er alger blúnda. Það væri óskandi að fólk sæi hann eins og maðurinn sem hann er. Hann er viðkvæmur og hann elskar að dúlla við dúlluhluti eins og… hann sáir öllum sumarblómum. Við kaupum yfirleitt ekki nein sumarblóm. Þessu er öllu sáð á vorin og svo er þessu plantað úti. Honum finnst þetta rosalega skemmtilegt. Hann unir sér mjög vel í þessu gróðurhúsi.“
Þóra Margrét segir Bjarni vera mjög listrænan mann. „Hann er ekki endilega mjög góður að baka kökur en hann er mjög góður að skreyta kökur.“
Sjá á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.