Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu.
„Íbúðirnar sem um ræðir eru við Dalbraut 6 á Akranesi og Vatnsholt 1 og 3 í Reykjavík. Samhliða kaupunum yfirtekur Brák alla leigusamninga Leigufélags aldraðra og hafa kaupin því ekki áhrif á búsetu núverandi leigjenda. Með kaupunum verður til stærra félag sem getur sett enn meiri kraft í uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignalægra eldra fólk,“ segir í tilkynningunni.
„Brák er óhagnaðardrifin húsnæðissjálfseignastofnun sem er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum, nú einnig öldruðum, aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Var Brák stofnuð árið 2022 af 31 sveitarfélagi í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni og bættum rekstri hagkvæmra íbúða innan almenna íbúðakerfisins.
Fyrir á Brák um 100 íbúða eignasafn víðsvegar um landið og er með 110 íbúðir í byggingu sem stefnt er að teknar verði í notkun á árinu 2025. Verður félagið því komið með tæplega 300 íbúðir í rekstur áður en langt um líður. Með kaupunum er húsnæðisöryggi leigjenda Leigufélags aldraðra hses. tryggt til lengri tíma litið og enn sterkari stoðum rennt undir rekstur og uppbyggingaráform Brákar.“