Fylgst var með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina.