Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 19:02 Lina Soulouko hefur áður starfað fyrir „fótboltafjölskylduna“ sem Nottingham Forest er hluti af. Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira