Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.
Jakob Birgisson hefur starfað sem uppistandari en einnig við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þá hefur hann einngi starfað í útvarpi og sjónvarpi. Jakob er giftur Sólveigu Einarsdóttur og eiga þau saman tvær dætur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2018.
Þórólfur Heiðar Þorsteinsson hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022 og þar áður sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BB//Fjeldco. Hann lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2007 og hlaut lögmannsréttindi árið 2010.
Þórólfur er giftur Kristínu Evu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn.
Báðir hafa nú þegar hafið störf hjá ráðuneytinu.