Lífið

Lúxusíbúð Kára og Erlu til Banda­ríkja­manna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúðin er sérlega glæsileg.
Íbúðin er sérlega glæsileg.

Lúxusíbúð Kára Knútssonar lýtalæknis og Erlu Ólafsdóttur fyrrverandi bankastarfsmanns við Bryggjugötu í Reykjavík hefur verið seld. Hún var keypt af bandarísku hjónunum Tracy Hancock og Kenneth Matthew Hancock.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en líkt og Vísir greindi frá var ásett verð á íbúðinni 330 milljónir króna. Íbúðin er 178 fermetrar að stærð og er á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Reykjavíkurhöfn sem byggt var árið 2019.

Kári og Erla keyptu íbúðina í desember 2021. Þá greiddu þau 219 milljónir króna fyrir hana. Íbúðin var svo sett á sölu í nóvember svo athygli vakti.

Augljóst er að gríðarlegur metnaður var lagður í hönnun hússins en lyftan opnast beint inn í íbúð. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr amerískri hnotu af ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Kvarts borðplata er í eldhúsi og eldhúseyjan er klædd marmaraflísum.

Stofa, eldhús og borðstofa flæða saman í eitt í opnu og björtu rými með lofthæðarháum gluggum og stórbrotnu útsýni yfir höfnina. Á gólfum er gegnheilt burstað planka parket úr eik. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og þrjú baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.