Lífið

Fimm­tán árum fagnað í sólinni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda og Ragnar fagna fimmtán ára sambandsafmæli þeirra í sólinni á Kanarí.
Linda og Ragnar fagna fimmtán ára sambandsafmæli þeirra í sólinni á Kanarí.

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson,forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans, fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í dag. 

Í tilefni tímamótanna birti Linda fallega færslu með myndum af þeim saman í fríi á Kanaríeyjum og skrifaði: „Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt okkar Ragnars“.

Linda og Ragnar kynntust þegar þau voru bæði nemendur við Menntaskólann við Sund árið 2004 en byrjuðu ekki saman fyrr en nokkrum árum seinna.

Þau trúlofuðu sig í Suður-Frakklandi árið 2016, og gengu svo í hjónaband við glæsilega athöfn á Ítalíu þann 14. september árið 2022. Saman eiga þau tvö börn, Róbert og Birt.


Tengdar fréttir

Linda Ben og Ragnar rómantísk á suðrænum slóðum

Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben nýtur sín í sólinni ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Einarssyni en hjónin gengu að eiga hvort annað á Ítalíu í september á síðasta ári.

Frægar í fantaformi

Íslenskar konur eru sagðar þær fegurstu í heimi. Margar hverjar eru iðnar við að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan, góðum svefni og heilnæmu mataræði. Þjóðarþekktir Íslendingar eru þar engin undantekning en gætu ef til vill fundið fyrir meiri pressu vegna frægðar sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.