Handbolti

Egypta­land í átta liða úr­slit eftir bras í byrjun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT

Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Egyptaland byrjaði leikinn gríðarlega illa og var um tíma fjórum mörkum undir. Þeim tókst þó að snúa bökum saman og leiddu með einu marki í hálfleik, staðan þá 14-13. Á endanum unnu Egyptar leikinn með sjö marka mun, lokatölur 31-24.

Hefði Egyptaland tapað stigum í leik dagsins hefði Ísland farið áfram í 8-liða úrslit. Það gekk því miður ekki.

Í milliriðli III vann Brasilía eins marks sigur á Spáni, 26-25. Tryggði Brasilía sér þar með sæti í 8-liða úrslitum og mæta þar ríkjandi heimsmeisturum Danmörku.

Í Forsetabikarnum töpuðu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein fyrir Bandaríkjunum, lokatölur 30-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×