Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 16:01 Blake Lively og Justin Baldoni á setti myndarinnar It ends with us. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“ Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“
Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira