Chelsea kom til baka í síðari hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cole Palmer kom að sigurmarki Chelsea.
Cole Palmer kom að sigurmarki Chelsea. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Eftir að lenda 0-1 undir á heimavelli gegn West Ham United skoraði Chelsea tvö í síðari hálfleik og vann 2-1 sigur þegar liðin mættust á Brúnni í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi tók Chelsea á móti West Ham. Heimamenn lentu undir þegar Jarrod Bowen skoraði með frábæru skoti niðri í vinstra hornið eftir mistök Levi Colwill. Miðvörðurinn renndi boltanum á Bowen sem hefur verið besti maður West Ham í vetur.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 í hálfleik. Þegar 64 mínútur voru liðnar jafnaði varamaðurinn Pedro Neto eftir að skot Enzo Fernandez var varið svo gott sem á marklínu.

Það var svo tíu mínútum síðar sem Cole Palmer tryggði heimaliðinu þrjú stig en fyrirgjöf hans fór af Aaron Wan Bissaka og yfir Alphonse Areola í marki gestanna. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í kvöld.

Með sigrinum fer Chelsea upp í 4. sæti með 43 stig. Tveimur meira en Manchester City og Newcastle United sem eru í sætunum tveim fyrir neðan og fjórum minna en Nottingham Forest sem er í 3. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira