Fótbolti

Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina

Sindri Sverrisson skrifar
David Alaba verður ekki með Real Madrid á næstunni.
David Alaba verður ekki með Real Madrid á næstunni. Getty/Chris Brunskill

Evrópumeistarar Real Madrid hafa ansi fáa kosti þegar kemur að varnarmönnum, fyrir stórleikina sem fram undan eru gegn Atlético Madrid og Manchester City.

David Alaba var að meiðast í vinstra læri og verður frá keppni næstu tvær til þrjár vikurnar.

Samkvæmt frétt spænska blaðsins Marca eru þar með þrír miðverðir Real meiddir, því Antonio Rüdiger og Eder Militao eru einnig frá keppni vegna meiðsla.

Þetta þýðir að eini miðvörðurinn í boði fyrir Carlo Ancelotti er Raul Ascencio, leikmaður varaliðs Real, sem kemur til með að standa í vörninni og glíma við Erling Haaland í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. 

Óvíst er hver myndi spila með Ascencio en Marca nefnir að Aurelien Tchouameni gæti komið af miðjunni, og hinn tvítugi Jacobo Ramón gæti einnig færst úr varaliðinu.

Real spilar við Leganés í 8-liða úrslitum spænska bikarsins á morgun en svo tekur við toppslagur við grannana í Atlético og einvígið mikla við City í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×