Fótbolti

Mynd­band: Fal­legar kveðjur til Víkinga fyrir á­tök kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eru vonandi klárir í slaginn.
Víkingar eru vonandi klárir í slaginn. Vísir/Diego

Víkingur mætir Panathinaikos ytra í síðari leik liðanna í umpili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Til að koma leikmönnum liðsins í gírinn fengu þeir fallegar kveðjur að heiman. 

Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann fyrri leik liðanna 2-1. Það er því mikið í húfi í kvöld og leyfa Víkingar sér að dreyma um sæti í 16-liða úrslitum. Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem fjölskyldumeðlimir, vinir og stuðningsfólk óska strákunum góðs gengis. 

Leikur Víkings og Panathinaikos er sýndur beint á Vodafeone Sport. Útsending hefst 19.45. Jafnframt er leikurinn í beinni textalýsingu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×