Körfubolti

Bætti skólamet pabba síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kate Harpring er mjög efnileg körfuboltakona og margir háskólar vilja fá hana til sín.
Kate Harpring er mjög efnileg körfuboltakona og margir háskólar vilja fá hana til sín. Kate Harpring

Körfuboltakonan Kate Harpring átti magnaðan leik með Marist gagnfræðiskólanum á dögunum og hún kom sér með því í metabækurnar.

Harpring skoraði 49 stig þegar Marist skólinn tryggði sér svæðismeistaratitilinn.

Þetta þýddi að Kate sló gegn aðeins kvennametið hjá sólanum sínum heldur tók hún metið hjá strákunum líka.

Svo skemmtilega vill til að það var einmitt faðir hennar, Matt Harpring, sem átti strákametið hjá skólanum. Metið hans var orðið þrjátíu ára gamalt.

Matt Harpring átti sjálfur mjög farsælan feril, fyrst með Georgia Tech þar sem hann var í All American úrvalsliðinu. Harping fór síðan í NBA og spilaði þar í ellefu ár.

Besta tímabilið hans var 2002-03 með Utah Jazz þar sem hann var með 17,6 stig að meðaltali.

Kate er næstelst af fimm börnum Matt og Amöndu Harpring.

Kate hefur farið á kostum í allan vetur og er með yfir 32 stig að meðaltali í leik. Hún skoraði yfir 28 stig í leik í fyrravetur.

Það er líka gríðarlegur áhugi hjá bandarískum háskólum á því að fá hana til sín og hún er með tilboð frá Iowa, South Carolina, Notre Dame, UCLA, Texas og USC svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×